Fótbolti

Noregur lagði Belgíu og skellti sér í toppsætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu lagði Belgíu 3-2 í viðureign þjóðanna í Osló í dag. Með sigrinum skellti Noregur sér í toppsæti riðilsins í undankeppni EM.

Elise Thornes kom heimakonum yfir strax á 4. mínútu og Norðmenn leiddu 1-0 í hálfleik. Síðari hálfelikur var tiltölulega nýhafinn þegar Isabell Herlovsen bætti við öðru marki og staða þeirra norsku góð.

Tessa Wullaert minnkaði muninn á 54. mínútu en Marit Christensen endurheimti tveggja marka forystu Norðmanna með marki á 61. mínútu.

Norðmenn skoruðu í upphafi fyrri hálfeiks og þess síðari og náðu 2-0 forystu. Gestirnir minnkuðu muninn á 54. mínútu en Marit Christensen jók forystu Norðmanna aftur á 61. mínútu.

Belgar minnkuðu muninn með marki varamannsins Annaelle Wiard stundarfjórðungi fyrir leikslok. Norsku stelpurnar fögnuðu hins vegar 3-2 sigri og efsta sæti riðilsins.

Íslenska liðið getur endurheimt toppsætið með sigri á Norður-Írum en leikur liðanna á Laugardalsvelli stendur yfir.



Stöðuna í riðlinum má sjá hér.



Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Írland 2-0

Ísland vann virkilega mikilvægan sigur, 2-0, á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer árið 2013 í Svíþjóð. Íslenska liðið er því í efsta sæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Norðmönnum sem fram fer á miðvikudaginn og dugar liðinu eitt stig í þeim leik til að tryggja sig á mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×