Fótbolti

Luisao dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir árás á dómara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luisao, varnarmaður Benfica, var í gær dæmdur í tveggja mánaða keppnisbann af portúgalska knattspyrnusambandinu. Luisao skallaði dómara í æfingaleik gegn Dusseldorf í ágúst en dómarinn rotaðist.

Þar sem um æfingaleik var að ræða kom það í hlut aganefndar portúgalska knattspyrnusambandsins að ákveða hvort refsa bæri varnarmanninum eða ekki.

Auk leikbannsins fékk Luisao sekt upp á 2550 evrur eða sem nemur 400 þúsund íslenskum krónum. Portúgalska sambandið hefur tilkynnt leikbannið til FIFA sem mun ákveða hvort leikbannið gildi einnig í leikjum á alþjóðavettvangi.

Atvikið umrædda má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×