Enski boltinn

Steve Clarke: Ég er farinn að hljóma eins og bilaður plötuspilari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Clarke, stjóri West Bromwich Albion.
Steve Clarke, stjóri West Bromwich Albion. Mynd/AFP
Steve Clarke, stjóri West Bromwich Albion, er að byrja frábærlega í sínu fyrsta starfi sem aðalstjóri í ensku úrvalsdeildinni en Clarke stýrði sínu liði til 2-0 sigurs á Everton í dag. West Brom er í 3. sæti sæti deildarinnar en liðið hefur unnið heimasigra á Liverpool og Everton og gert jafntefli á útivelli á móti Tottenham.

„Þetta hefur verið ánægjuleg byrjun. Ég er farinn að hljóma eins og bilaður plötuspilari en leikmennirnir eru búnir að vera frábærir í þessum þremur leikjum. Þeir leggja svo mikið á sig að ég tel að við höfum átt öll þrjú stigin skilin," sagði Steve Clarke.

Shane Long og Gareth McAuley skoruðu mörkin í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.

„Við sýndum meiri ævintýramennsku í seinni hálfleiknum. Við bárum of mikla virðingu fyrir Everton-liðinu í fyrri hálfleik en keyrðum á þá í þeim seinni. Þetta var annars jafn leikur og þetta var barátta tveggja góðra liða," sagði Steve Clarke sem var áður aðstoðarmaður hjá bæði Liverpool og Chelsea.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×