Miðjumaðurinn Daniel De Rossi hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við AS Roma á Ítalíu. Samingur Ítalans átti að renna út í vor.
De Rossi hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við fjölmörg stórlið í Evrópu þar á meðal Englandsmeistara Manchester United. Nýr samingur ítalska landsliðsmannsins nær til ársins 2017.
Boðað hefur verið til blaðamannafundar í höfuðstöðvum félagsins í Róm í dag þar sem tilkynnt verður um samninginn. De Rossi er 28 ára og lykilmaður í liði Roma og ítalska landsliðinu.
Roma vann 4-0 sigur á Inter um helgina og situr í 6. sæti Serie A.
Roma tryggir sér þjónustu De Rossi til fimm ára
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



