Fótbolti

Falcao með þrennu í stórsigri Atletico

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Falcao fagnar þrennunni í kvöld.
Falcao fagnar þrennunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Atletico Madrid er meistari meistaranna í Evrópu eftir 4-1 sigur á Chelsea í árlegum leik um ofurbikar UEFA í Mónakó í kvöld.

Radamel Falcao fór á kostum í leiknum og var búinn að skora þrennu í fyrri hálfleik. Miranda skoraði fjórða mark Atletico í síðari hálfleik áður en Gary Cahill klóraði í bakkann fyrir Chelsea undir lok leiksins.

Atletico var mun sterkari aðilinn í leiknum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum. Chelsea virtist algjörlega heillum horfið í þessum leik.

Chelsea er ríkjandi Evrópumeistari eftir hafa unnið Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Atletico Madrid bar sigur úr býtum í Evrópudeild UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×