Fótbolti

Brasilíumenn mæta á Wembley í febrúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Mynd/AFP
Englendingar halda upp á 150 afmæli knattspyrnusambandsins á næsta ári og hluti af hátíðarhöldunum verður að fá Brasilíumenn í heimsókn á Wembley. Enska sambandið tilkynnti í dag að England og Brasilía munu leika vináttulandsleik í febrúar.

Enska sambandið ætlar síðan að launa Brasilíumönnum greiðann með því að fara í æfingaferð til Brasilíu í júní 2013. Brasilíumenn halda næstu HM og því er heimsóknin til Brasilíu góður undirbúningur fyrir úrslitakeppnina ári síðar.

Englendingar hafa einnig tilkynnt um vináttulandsleik við Íra 29. maí eða rétt áður en þeir fara til Brasilíu en þjóðirnar hafa ekki mæst í 17 ár. Þá var áður orðið opinbert að England og Skotland mætist í vináttulandsleik í ágúst og líklegt er að leikur við Úrúgvæ bætist við næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×