Akranesviti orðinn klár menningarviti 15. ágúst 2012 07:00 Hilmar Sighvatsson Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira