Enski boltinn

Ipswich losar sig við Ívar

Ívar í leik með Ipswich.
Ívar í leik með Ipswich.
Paul Jewell, stjóri Ipswich, sagði fyrir helgi að það hefðu verið mistök að fá Ívar Ingimarsson til félagsins. Jewell fylgdi þeim ummælum eftir með því að losa sig við Ívar í dag.

Ívar hefur ekki þótt spila vel í vetur og hreinlega verið slakur. Hann hefur nú fengið að gjalda þess og Ipswich hefur leyst hann undan samningi.

Ívar er því í leit að nýju félagi og spurning hvar hinn 34 ára gamli Ívar endar næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×