Chelsea komst naumlega áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 18:14 Nordic Photos / AFP Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira