Sandra María hvött til að gagnrýna fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 06:00 Sandra María á fyrstu landsliðsæfingu sinni í gær. Mynd / Ernir Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er einn nýliðanna í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sandra María kom hlæjandi í viðtal hjá undirrituðum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Ástæðan var sú að félagar hennar í landsliðinu höfðu sett á hana pressu að kvarta undan því í viðtalinu að öll athygli fjölmiðla beindist að liðsfélaga hennar hjá Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir, en ekki að henni. Greinilega gaman hjá Söndru á hennar fyrstu æfingu en knattspyrnukonan efnilega lét ekki undan pressu félaga sinna. „Þetta er ótrúlega gaman og mikil reynsla," segir Sandra María sem ætlaði að njóta þess að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með landsliðinu þrátt fyrir smá stress. Sandra var kölluð inn í hópinn í stað áðurnefndrar Katrínar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valin vorkennir hún Katrínu sárlega. „Hún meiddist þegar landsliðið fór til Algarve í vor. Hún hefur verið tæp síðan þá og fór í aðgerð í vetur vegna beinhimnubólgu. Hún hefur verið tæp í allt sumar," segir Sandra sem segist láta sig dreyma um að spila með landsliðinu einn daginn. Hún sé þó raunsæ og reikni ekki með miklum spiltíma í leikjunum tveimur sem framundan eru. Þór/KA situr á toppi Pepsi-deildar kvenna og hefur gengi liðsins komið flestum á óvart. Ekki þó Söndru. „Við vissum að við gætum þetta og snerum töflunni á hvolf miðað við undirbúningstímabilið. Mér sýnist allt vera í toppstandi hjá okkur," segir Sandra María sem telur samheldnina styrk liðsins. „Við kunnum hver á aðra. Vitum hverjir vilja fá hann í fætur eða fá stungusendingar eins og henta mér vel," segir Sandra María. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er einn nýliðanna í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sandra María kom hlæjandi í viðtal hjá undirrituðum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Ástæðan var sú að félagar hennar í landsliðinu höfðu sett á hana pressu að kvarta undan því í viðtalinu að öll athygli fjölmiðla beindist að liðsfélaga hennar hjá Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir, en ekki að henni. Greinilega gaman hjá Söndru á hennar fyrstu æfingu en knattspyrnukonan efnilega lét ekki undan pressu félaga sinna. „Þetta er ótrúlega gaman og mikil reynsla," segir Sandra María sem ætlaði að njóta þess að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með landsliðinu þrátt fyrir smá stress. Sandra var kölluð inn í hópinn í stað áðurnefndrar Katrínar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valin vorkennir hún Katrínu sárlega. „Hún meiddist þegar landsliðið fór til Algarve í vor. Hún hefur verið tæp síðan þá og fór í aðgerð í vetur vegna beinhimnubólgu. Hún hefur verið tæp í allt sumar," segir Sandra sem segist láta sig dreyma um að spila með landsliðinu einn daginn. Hún sé þó raunsæ og reikni ekki með miklum spiltíma í leikjunum tveimur sem framundan eru. Þór/KA situr á toppi Pepsi-deildar kvenna og hefur gengi liðsins komið flestum á óvart. Ekki þó Söndru. „Við vissum að við gætum þetta og snerum töflunni á hvolf miðað við undirbúningstímabilið. Mér sýnist allt vera í toppstandi hjá okkur," segir Sandra María sem telur samheldnina styrk liðsins. „Við kunnum hver á aðra. Vitum hverjir vilja fá hann í fætur eða fá stungusendingar eins og henta mér vel," segir Sandra María.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira