Elín Metta: Ég var ekki fædd þegar Katrín byrjaði með landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 14:00 Elín Metta á æfingunni í gær. Mynd / Ernir Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira