Íslenski boltinn

Beslija og Tubæk í Þór

Páll Viðar ætti að vera ánægður með liðsstyrkinn.
Páll Viðar ætti að vera ánægður með liðsstyrkinn.
Nýliðar Þórs frá Akureyri í Pepsi-deildinni eru byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi átök og þeir eru búnir að landa tveimur sterkum leikmönnum sem léku í 1. deildinni síðasta sumar.

Þetta eru þeir Edin Beslija sem kemur frá Víkingi Ólafsvík og svo Mark Tubæk sem lék með BÍ/Bolungarvík.

Mikla athygli vekur að Beslija skuli færa sig um set til Akureyrar enda er Víkingur líka í Pepsi-deildinni næsta sumar. Beslija var í lykilhlutverki hjá Víkingum og brotthvarf hans mikið högg fyrir liðið.

Daninn Tubæk kom til Skástriksins um mitt sumarið og sló í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×