Jorge Jesus, þjálfari Benfica, hefur lofað því að þagga niður í Didier Drogba, framherja Chelsea, er liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Jesus fannst Drogba sýna Benfica lítilsvirðingu er hann þóttist vera rosahræddur er Chelsea dróst gegn portúgalska liðinu.
"Hann var líklega bara að grínast en við munum samt svara honum á vellinum og sýna að við erum betri en hann," sagði Jesus ákveðinn.
Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
