Lionel Messi segir að leikmenn Barcelona hafi ekki áhyggjur þrátt fyrir óvænt tap fyrir Celtic í Meistaradeild Evrópu í gær.
Celtic vann ótrúlegan 2-1 sigur á heimavelli þrátt fyrir að Barcelona hafi verið mun meira með boltann og sótt stíft.
„Ég held að við náðum að gera allt vel. Við komum okkur í færi en boltinn vildi bara ekki fara inn," sagði Messi eftir leikinn í gær.
„En við erum enn í fyrsta sæti í riðlinum og erum því nokkuð rólegir."
„Þeim gekk vel að verjast og treystu á skyndisóknir og föst leikatriði. Þannig tókst þeim að skora tvö mörk."
Xavi lofaði stuðningsmenn Celtic en stemningin á Parkhead var mjög góð. „Stemningin var ótrúleg - til fyrirmyndar," sagði hann en Barcelona óskaði Celtic til hamingju með sigurinn á Twitter-síðu liðsins.
„Hamingjuóskir til @celticfc fyrir verðskuldaðan sigur, daginn eftir 125 ára afmæli félagsins," stóð í Twitter-færslu Barcelona.
