Barcelona er of sterkt fyrir Milan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Augu margra verða á Zlatan Ibrahimovic er hann mætir sínu gamla félagi á ný. Mynd/Nordic Photos/Getty Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira