Enski boltinn

Rotherham steinlá án Kára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þrátt fyrir að nú sé landsleikjafrí í sterkustu deildum Evrópu var spilað í ensku D-deildinni í dag. Rotherham, lið Kára Árnasonar, fékk á sig sex mörk í hans fjarveru.

Kári hefur verið fastamaður í vörn Rotherham síðan hann kom til liðsins í sumar og hafði spilað alla fjóra leiki liðsins þar til að hann kom inn í íslenska landsliðshópinn í vikunni.

Rotherham mætti Port Vale í dag og tapaði, 6-2. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Port Vale skaust upp í þriðja sætið með sigrinum. Rotherham situr eftir í tíunda sætinu með sjö stig.

Kári Árnason lék frábærlega með íslenska landsliðinu gegn Norðmönnum í gær en varð að fara meiddur af velli í upphafi síðari hálfleiks. Óvíst er um þátttöku hans í leiknum gegn Kýpur á þriðjudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×