Fótbolti

Hólmfríður og Kristín skoruðu | Þrettándi sigurinn í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avaldsnes er með tíu stiga forystu í norsku B-deildinni í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Medkila í toppslag deildarinnar í dag.

Hólmfríður Magnúsdóttir kom Avaldsnes yfir á 61. mínútu með einstaklingsframtaki og lagði svo upp síðara mark liðsins fyrir Kristínu Ýri Bjarnadóttur sex mínútum fyrir leikslok.

Hólmfríður spilaði allan leikinn en Kristin Ýr var tekin af velli skömmu fyrir leikslok.

Þetta var þrettándi sigur Avaldsnes í röð og vriðsit fátt ætla koma í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Þá var einnig spilað í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir spiluðu allan leikinn í 2-0 sigri Malmö á Jitex. Malmö er á toppnum með fimm stiga forystu á Tyresö sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×