Fótbolti

Stelpurnar í góðum málum í Slóveníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Hauksdóttir í leik í Slóveníu.
Hrafnhildur Hauksdóttir í leik í Slóveníu. Mynd/Facebook-síða KSÍ
Kvennalandslið Íslands, skipað leikmönnum sautján ára og yngri, vann í dag góðan sigur á Eistlandi í undankeppni EM 2013.

Lokatölur voru 5-1 Íslandi í vil sem hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Stelpurnar unnu Slóveníu á fimmtudaginn, 3-0.

Tékkar eru einnig með sex stig í riðlinum og munu Íslendingar mæta þeim í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins á þriðjudaginn.

Allir sigurvegarar riðlanna ellefu í undankeppninni komast áfram í næstu umferð sem og þau fimm lið sem ná bestum árangri í öðru sæti.

Hulda Ósk Jónsdóttir, Alda Ólafsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir, Rakel Jónsdóttir og Petrea Björt Sævarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag en þjálfari liðsins er Úlfar Hinriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×