Enski boltinn

Odemwingie: Það er ekki útilokað að ná í Meistaradeildarsæti

SÁP skrifar
Peter Odemwingie
Peter Odemwingie Mynd. / Getty Images
Peter Odemwingie, leikmaður West Bromwich Albion gerir sér fyllilega grein fyrir því að það verði erfitt að halda sama dampi og liðið hefur verið í að undanförnu og halda í Meistaradeildarsætið en ekkert ert útilokað að hans mati.

Liðið er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það sæti gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Þegar ég lék fyrir Lille árið 2006 komumst við í Evrópukeppni þrátt fyrir að liðinu var spáð mun neðar. Menn fengu enga bónusa fyrir að komast í Evrópukeppnina þar sem enginn gerði ráð fyrir því."

„Við komum öllum á óvart og höfnuðum í örðu sæti í deildinni á eftir Lyon."

„Lille er í dag nokkuð stöðugur klúbbur á evrópskum mælikvarða en það sem við náðum að gera árið 2006 var með ólíkindum og sannaði að ekkert er útilokað í fótbolta."

„Í hreinskilni sagt þá veit ég ekkert hvort við fáum bónus fyrir að komast í Meistaradeild Evrópu, ég efast um það. Ég mun aldrei gefast upp á þeim draumi og hef reynslu til að miðla áfram í liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×