Enski boltinn

Steve Clarke, stjóri WBA: Ótímabært að ræða um Evrópusæti

SÁP skrifar
Steve Clarke
Steve Clarke Mynd / Getty Images
Steve Clarke, knattspyrnustjóri, West Bromwich Albion, var að vonum kátur eftir sigurinn gegn Sunderland fyrr í dag en liðið bar sigur úr býtum 4-2 og vann sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni en það er einsdæmi í sögu félagsins.

WBA hefur leiki frábærlega á tímabilinu og eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig.

„Við létum boltann ganga frábærlega á milli manna í leiknum og ná að skora fjögur mörk í leik er alltaf frábær árangur."

„Leikmenn liðsins eiga allt hrósið skilið, þeir hafa lagt gríðarlega mikla vinnu á sig á tímabilinu og sú vinna er að skila sér."

„Það er samt sem áður alltof fljótt að byrja tala um Evrópusæti á þessu stigi í mótinu, við eigum eftir að spila fjöldann allan af leikjum og verðum að halda okkur niðri á jörðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×