Enski boltinn

Dempsey kosinn besti fótboltamaður Bandaríkjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clint Dempsey.
Clint Dempsey. Mynd/AFP
Clint Dempsey, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham, var valinn besti fótboltamaður Bandaríkjanna annað árið í röð en bandaríska sambandið tilkynnti niðurstöður kjörsins á heimasíðu sinni í morgun.

Dempsey var að fá verðlaunin í þriðja sinn á ferlinum en hann var einnig kosinn árin 2007 og 2011. Landon Donovan vann þessi verðlaun fjórum sinnum (2003, 2004, 2009, 2010) og er sá eini sem hefur unnið þau oftar en Dempsey.

Dempsey hefur haldið Gylfa út úr byrjunarliði Tottenham í undanförnum leikjum en Bandaríkjamaðurinn kom til liðsins frá Fulham í haust.

Dempsey var markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins á árinu með sex mörk í níu leikjum, fimm þeirra komu í undankeppni HM og það sjötta tryggði liðinu 1-0 sigur á Ítölum í vináttulandsleik.

Dempsey skoraði 17 mörk í 37 leikjum með Fulham á síðustu leiktíð og hefur skorað 2 mörk í 8 leikjum til þessa á núverandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×