Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur nú stigið fram í sviðsljósið og staðfest þær sögusagnir að Robinho og Pato séu á leiðinni frá félaginu.
Leikmennirnir tveir hafa farið fram á sölu og mun Galliani halda til Brasilíu á næstu dögum til að semja við félög þar.
Flamengo og Fluminense hafa mikinn áhuga á Robinho og Corinthians vill festa kaup á Pato.
„Við höfum verið að skipuleggja þessar sölur í töluverðan tíma og mun ég halda til Brasilíu á næstu dögum til að semja við umrædd félög," sagði Galliani.
„Pato og Robinho fórum fram á sölu fyrir nokkru síðan og við urðum að bregðast rétt við."
Robinho og Pato hafa farið fram á sölu
Stefán Árni Pálsson skrifar
