Wenger: Lítið svigrúm til þess að gera betur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2012 13:15 Wenger hefur stýrt liði Arsenal frá 1996. Nordicphotos/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hæfileikar í starfi knattspyrnustjóra séu engu minni nú en tímabilið 2003-2004 þegar hann leiddi lið sitt til sigurs í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Töluvert hefur borið á óánægju meðal stuðningsmanna Arsenal á tímabilinu. Hluti þeirra lét franska stjórann heyra það er hann skipti Olivier Giroud af velli fyrir Francis Coquelin í markalausu jafntefli gegn Aston Villa á laugardaginn. „Þú veist ekkert hvað þú ert að gera," heyrðist sungið meðal stuðningsmanna Arsenal á Villa Park. Wenger telur að skoðunin sé ekki útbreidd hjá stuðningsmönnum Lundúnarliðsins að því er Guardian greinir frá. Arsenal mætir Everton á Goodison Park í kvöld en eitt stig skilur liðin að í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Wenger segir stuðningsmenn Arsenal þurfa að gera raunhæfa kröfu til liðsins. „Við höfnuðum í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Í sannleika sagt tel ég liðið ekki hafa haft burði til þess að standa sig betur. Líkt og þegar við unnum úrvalsdeildina án þess að tapa leik, sem engu öðru liði hefur tekist, þá er lítið svigrúm til þess að gera betur. Að tímabilinu loknu vil ég geta horft á sjálfan mig í spegli og hugsað: „Gerði ég allt sem ég gat?" Það er allt og sumt," segir Wenger. Theo Walcott, kantmaður Arsenal, er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins og sömu sögu er að segja um Marouane Fellaini, miðjumann Everton, sem missti af jafnteflinu gegn Norwich um helgina vegna leikbanns. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið lofaður fyrir frammistöðu sínan á tímabilinu. Hann hefur þó einnig verið gagnrýndur fyrir grófan leik. „Sóknarleikur Everton snýst um hann. Hann er leikmaðurinn sem þeir leita til. Hann er ekki grófur leikmaður. Hann er snjall leikmaður," segir Wenger. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hæfileikar í starfi knattspyrnustjóra séu engu minni nú en tímabilið 2003-2004 þegar hann leiddi lið sitt til sigurs í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Töluvert hefur borið á óánægju meðal stuðningsmanna Arsenal á tímabilinu. Hluti þeirra lét franska stjórann heyra það er hann skipti Olivier Giroud af velli fyrir Francis Coquelin í markalausu jafntefli gegn Aston Villa á laugardaginn. „Þú veist ekkert hvað þú ert að gera," heyrðist sungið meðal stuðningsmanna Arsenal á Villa Park. Wenger telur að skoðunin sé ekki útbreidd hjá stuðningsmönnum Lundúnarliðsins að því er Guardian greinir frá. Arsenal mætir Everton á Goodison Park í kvöld en eitt stig skilur liðin að í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Wenger segir stuðningsmenn Arsenal þurfa að gera raunhæfa kröfu til liðsins. „Við höfnuðum í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Í sannleika sagt tel ég liðið ekki hafa haft burði til þess að standa sig betur. Líkt og þegar við unnum úrvalsdeildina án þess að tapa leik, sem engu öðru liði hefur tekist, þá er lítið svigrúm til þess að gera betur. Að tímabilinu loknu vil ég geta horft á sjálfan mig í spegli og hugsað: „Gerði ég allt sem ég gat?" Það er allt og sumt," segir Wenger. Theo Walcott, kantmaður Arsenal, er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins og sömu sögu er að segja um Marouane Fellaini, miðjumann Everton, sem missti af jafnteflinu gegn Norwich um helgina vegna leikbanns. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið lofaður fyrir frammistöðu sínan á tímabilinu. Hann hefur þó einnig verið gagnrýndur fyrir grófan leik. „Sóknarleikur Everton snýst um hann. Hann er leikmaðurinn sem þeir leita til. Hann er ekki grófur leikmaður. Hann er snjall leikmaður," segir Wenger.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira