Enski boltinn

Ferguson: Rafael var frábær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Robin van Persie fagnar sigurmarki sínu.
Robin van Persie fagnar sigurmarki sínu. Nordicphotos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði brasilíska bakverðinum Rafael fyrir hans frammistöðu í 1-0 heimasigri á West Ham. United komst yfir með marki Robin van Persie eftir aðeins 31 sekúndu og sagði Ferguson að um draumabyrjun hefði verið að ræða. „Maður vonast til þess að svoleiðis byrjun gefi liðinu byr undir báða vængi og á köflum spiluðum við fína knattspyrnu. Okkur tókst hins vegar aldrei að ganga frá leiknum,“ sagði Ferguson sem stillti upp tígulmiðju með Wayne Rooney fyrir aftan van Persie og Javier Hernandez. „Við höfum spilað með tígulmiðju ansi oft á tímabilinu og gert það vel svo það er engin afsökun,“ sagði Ferguson en flestir höfðu reiknað með þægilegum sigri United. Ferguson hrósaði hægri bakverði sínum sérstaklega fyrir hans framgöngu í leiknum. „Rafael var frábær í kvöld. Hann var ungur þegar hann kom til okkar og var kominn í aðalliðið 17 eða 18 ára. Hann hefur skiljanlega gert nokkur mistök enda ákafur drengur. Hann er þó að þroskast og læra af reynslunni.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×