Fótbolti

Samkeppnin að minnka hjá Kolbeini - Ajax tilbúið að selja Sulejmani

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miralem Sulejmani og Kolbeinn Sigþórsson.
Miralem Sulejmani og Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollensku meistararnir í Ajax eru reiðubúnir að selja serbneska framherjann Miralem Sulejmani sem skoraði 11 mörk á síðustu leiktíð en Sulejmani hefur verið í samkeppni um framherjastöðuna við íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson.

Sulejmani hefur verið í fjögur ár hjá Ajax síðan að hann var keyptur frá Heerenveen en Serbinn vildi ekki framlengja samning sinn við hollenska félagið. Það sem og mikil meiðslasaga Sulejmani þýðir að Ajax er tilbúið að láta hann fara.

Miralem Sulejmani er 23 ára gamall og eitt af félögunum sem hefur áhuga á því að fá hann er úrvalsdeildarliðið West Ham. „Við erum búnir að fá eitt alvöru tilboð en ég get ekki sagt frá hvaða félagi að svo stöddu. Miralem veit af áhuga þessa félags," sagði Marc Overmars, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði í eina leik sínum með Ajax á tímabilinu en hann hefur ekki verið með í undanförnum tveimur leikjum vegna meiðsla á öxl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×