Fótbolti

Tók yfir Twitter-síður knattspyrnustjarna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty IMages
Óprúttinn aðili „hakkaði" sig inn á Twitter-síður fjölmargra þekktra knattspyrnumanna nú í kvöld.

Þar skrifað hann miður fallegar færslur í nafni kappanna sem hafa nú flestar verið fjarlægðar. Meðal þeirra má nefna Javier Mascherano, Sergio Aguero, Samir Nasri, David De Gea, Bojan Krkic og Dani Alves.

„Einhver hakkaði sig inn á Twitter-síðu mína og annarra leikmanna og skrifaði þar margt heimskulegt. Það er leiðinlegt að þetta hafi gerst en þetta gerðist," skrifaði Aguero á síðu sína í kvöld.

Atvikið átti sér stað á meðan leik Real Madrid og Barcelona stóð í kvöld. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um færslur hakkarans ónefnda en þær birtust á síðu Javier Mascherano, leikmanns Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×