Enski boltinn

Dawson á leið til QPR

Dawson í baráttu við Rooney.
Dawson í baráttu við Rooney.
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Tottenham búið að samþykkja 9 milljón punda tilboð frá QPR í varnarmanninn Michael Dawson.

Tækifæri Dawson hjá Spurs hafa verið af skornum skammti og Mark Hughes, stjóri QPR, sá sér því leik á borði og gerði þetta rausnarlega tilboð í leikmanninn.

Dawson mun væntanlega semja um kaup og kjör við QPR í dag og gangi allt eftir verður hann væntanlega orðinn leikmaður félagsins síðar í dag.

Ekki veitir QPR af liðsstyrk í vörnina en liðið tapaði 5-0 um síðustu helgi gegn Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×