Fótbolti

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Hearts

Nordic Photos / Getty Images
Liverpool verður með í Evrópudeild UEFA í vetur en það varð ljóst eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Hearts í síðari leik liðanna í lokaumferð forkeppninnar.

Fyrri hálfleik lauk með 1-0 sigri Liverpool í Skotlandi en um tíma leit út fyrir í kvöld að grípa þyrfti til framlengingar.

Liverpool hafði fengið fjölda færa til að komast yfir en David Templeton kom Hearts óvænt yfir á 84. mínútu þegar að Pepe Reina mistókst að verja skot hans af löngu færi. Skelfileg mistök hjá spænska markverðinum.

En Luis Suarez bjargaði þeim rauðklæddu þremur mínútum síðar. Liverpool komst í skyndisókn og Suarez lék upp að endamörkum og skoraði með lúmsku skoti í markhornið nær.

Ungu framherjarnir Adam Morgan og Raheem Sterling komu báðir við sögu hjá Liverpool í kvöld en náðu ekki að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×