Enski boltinn

Arsenal vill lækka laun náist ekki Meistaradeildarsæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jack Wilshere er einn þeirra leikmanna sem Arsenal vonast til þess að semja við til langs tíma á breyttum forsendum.
Jack Wilshere er einn þeirra leikmanna sem Arsenal vonast til þess að semja við til langs tíma á breyttum forsendum. Nordicphotos/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal vill að leikmenn sínir samþykki samninga sem fela í sér niðurskurð í launum takist félaginu ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Arsenal hefur verið á meðal þátttakenda í keppninni óslitið frá því Arsene Wenger tók við liðinu árið 1996. Jack Wilshere, Alex Oxlade-Chamberlain, Kieran Gibbs og Carl Jenkinson hafa undir höndum eða fá á næstunni ný samningstilboð frá félaginu.

Talsmaður Arsenal segir eðlilegt að leikmenn séu með samninga sem séu háðir árangri liðsins í keppnum á Englandi sem Evrópu.

„Hver leikmaður hefur sinn einstaka samning sem tekur til greiðslna vegna frammistöðu leikmannsins en einnig frammistöðu liðsins í keppnum heimafyrir sem í Evrópu," hefur Guardian eftir talsmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×