Fótbolti

Galaxy komið í undanúrslit

David Beckham og félagar í LA Galaxy eru komnir í undanúrslit Vesturdeildar MLS-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vancouver Whitecaps í nótt. Landon Donovan skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Galaxy á titil að verja og mun mæta San Jose Earthquakes í næstu umferð en liðin spila tvo leiki í undanúrslitunum.

Whitecaps er liðið sem Teitur Þórðarson bjó til á sínum tíma en var síðan rekinn. Körfuboltamaðurinn Steve Nash, leikmaður LA Lakers, er einn af eigendum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×