Íslenski boltinn

Arnar Sveinn aftur í Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Sveinn í leik með Val sumarið 2011.
Arnar Sveinn í leik með Val sumarið 2011. Mynd/HAG
Arnar Sveinn Geirsson gerði í dag tveggja ára samning við Val og er því aftur kominn á heimaslóðir.

Arnar Sveinn hætti óvænt í knattspyrnu á sínum tíma en var fljótur að taka skóna fram á ný til að spila með Víkingi í Ólafsvík á síðasta tímabili.

Þar var hann í lykilhlutverki en Víkingur náði að tryggja sér sæti í Pepsi-deild karla í haust. Arnar Sveinn spilaði 20 deildarleiki í sumar og skoraði í þeim tvö mörk.

Valsarar.net greina frá vistaskiptum Arnar Sveins og sagði hann að það hefðu fleiri lið komið til greina.

„Valið stóð á milli tveggja liða en tilfinningarnar til uppeldisfélagsins voru sterkari," sagði Arnar Sveinn en viðtalið við hann má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×