Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2012 18:40 Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. mynd/ pjetur. Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira