Helle ræddi um makrílveiðar við Jóhönnu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2012 19:30 Helle Torning-Schmidt skemmti sér vel á Alþingi í dag, ólíkt flestum þeim sem þar vinna þessa dagana. MYND /Anton Brink Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum. Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle. Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. „Við höfum notið góðs af því að þeir hafa verið mjög jákvæðir eins og margar aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins og formennskan hefur verið hjá Helle núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Hún hefur talað máli okkar mjög vel í Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Síðdegis heimsótti Helle Alþingishúsið en í kvöld mun hún snæða kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og frú. Helle heldur síðan til Grænlands á morgun en þar mun hún dvelja í fjóra daga til að ræða við ráðamenn þar í landi, meðal annars um varnarmál. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum. Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle. Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. „Við höfum notið góðs af því að þeir hafa verið mjög jákvæðir eins og margar aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins og formennskan hefur verið hjá Helle núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Hún hefur talað máli okkar mjög vel í Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Síðdegis heimsótti Helle Alþingishúsið en í kvöld mun hún snæða kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og frú. Helle heldur síðan til Grænlands á morgun en þar mun hún dvelja í fjóra daga til að ræða við ráðamenn þar í landi, meðal annars um varnarmál.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira