Þóroddur Hjaltalín Jr. hefur verið settur á leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA. UEFA hefur tilnefnt Þórodd sem dómara á viðureign welska liðsins Llanelli AFC og KuPS Kuopio frá Finnlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.
Leikurinn fer fram á Stebonheath Park vellinum í Llanelli 12. júli næstkomandi en um er að ræða seinni viðureign þessara liða, sem leika fyrri leikinn í Finnlandi 5. júlí.
Dómarakvartettinn kemur að sjálfsögðu allur frá Íslandi. Aðstoðardómarar verða þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Áskell Þór Gíslason, og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.
Þóroddur Hjaltalín hefur verið FIFA-dómari síðan 2010. Hann dæmdi leik Häcken frá Svíþjóð og Käerjéng frá Lúxemborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrrsumar.
Þóroddur Hjaltalín fær að dæma í Evrópudeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti