Hellas Verona, lið Emils Hallfreðssonar, mátti sætta sig við 1-1 jafntefli við AlbinoLeffe í ítölsku B-deildinni í kvöld. Emil spilaði allan leikinn fyrir Hellas Verona.
Verona er í fjórða sæti deildarinnar með 74 stig en aðeins þrjú stig skilja að efstu fjögur liðin. Hin þrjú eiga þó öll leik til góða.
Verona á tvo leiki eftir á tímabilinu en önnur lið í toppbaráttunni þrjú. Tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku A-deildina en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja sætið.
Verona er öruggt með sæti í umspilinu en á enn möguleika á að ná öðru af efstu tveimur sætunum. Til þess þarf það þó helst að vinna báða sína leiki sem eftir eru og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.
Hellas Verona varð af mikilvægum stigum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn