Fótbolti

Átta mánaða leikbann fyrir að brjóta rúðu

Það er ekkert elsku mamma hjá knattspyrnusambandi Norður-Írlands og því fékk unglingalandsliðsmaðurinn Ryan Newberry að kynnast er hann var dæmdur í átta mánaða bann af sambandinu.

Bannið fékk Newberry fyrir að kýla í gegnum rúðu á ferðalagi með unglingalandsliði Norður-Írlands. Það lukkaðist reyndar ekki betur en svo að það varð að sauma 54 spor í handlegginn á Newberry.

Strákarnir í unglingalandsliðinu voru að gera sér glaðan dag þegar einn þeirra henti Newberry ofan í gosbrunn. Hann brást ekki vel við þeim hrekk.

"Ég tapaði mér en vildi samt ekki slá félaga minn. Ég sló því það sem var næst og það var rúðan. Ég sé eftir því enda var ekkert grín að láta sauma í sig 54 spor," sagði Newberry.

Félag hans, Glentoran, hefur áfrýjað átta mánaða banninu sem félagið segir vera glórulaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×