Fótbolti

Ronaldinho sparkaði í bringu andstæðings

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho á yfir höfði sér leikbann eftir að hafa sparkað í bringuna á andstæðingi sínum í brasilíska boltanum.

Ronaldinho sýnir af sér vítavert kæruleysi er hann berst við Kleber um boltann. Lyfir löppinni allt of hátt og fer í bringuna á Kleber.

Aganefnd brasilíska knattspyrnusambandsins mun taka málið fyrir og því spáð að Ronaldinho fái leikbann fyrir tilburðina.

Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×