Enski boltinn

Paolo Di Canio: Kennir varamanni algjörlega um tap Swindon í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paolo Di Canio.
Paolo Di Canio. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paolo Di Canio, stjóri enska c-deildarliðsins Swindon Town, horfði upp á sína menn detta út úr Málningarbikarnum, Johnstone's Paint Trophy, í gær en liðið tapaði þá 0-1 á móti Oxford United á útivelli.

Di Canio var búinn að finna sökudólg þegar hann hitti blaðamenn eftir leikinn en ítalski stjórinn kennir varmanninum Aden Flint algjörlega um tapið á móti Oxford í gær.

Aden Flint er 23 ára gamall og hafði komið inn á sem varamaður á 81. mínútu leiksins. Hann lenti í samstuði við samherja á 88. mínútu leiksins sem leiddi til þess að Alfie Potter tryggði Oxford 1-0 sigur.

„Flint kom inn á völlinn í kvöld eins og hann væri enn í sumarfríi og það er ekki boðlegt. Hann verður að taka ábyrgð á þessu því það var honum að kenna að við töpuðum leiknum," sagði Paolo Di Canio eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×