Innlent

Telja villandi að fjalla um kynhneigð níðingsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er varhugavert að einblína á kynhneigð mannsins sem dæmdur var í síðustu viku fyrir kynferðismök við barn, segir í yfirlýsingu frá Samtökunum ´78. Maðurinn mun hafa greitt barninu, að minnsta kosti einu sinni, fyrir mök.

Í yfirlýsingunni segir að langflestir barnaníðingar séu gagnkynhneigðir karlmenn. Karlmenn sem misnoti drengi hafi oft verið taldir hommar en barnaníð og kynhneigð sé ekki það sama og mjög varhugavert að rugla því saman. Kynferðislegur áhugi á börnum eigi ekkert sammerkt með samkynhneigð.

Samtökin ´78 segja að það sé ekkert samband milli þess að gerast brotlegur við landslög og kynhneigðar. „Það er einnig mjög varhugavert að tengja erfiðleika við að koma útúr skápnum við þá hegðun sem hér hefur verið dæmt fyrir. Sú hegðun á heldur ekkert sammerkt með vandkvæðum við að koma opinberlega fram sem samkynhneigður einstaklingur," segja Samtökin í yfirlýsingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×