Lagerbäck: Fullkomin byrjun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2012 21:57 Lars og félagar fyrir leik. mynd/vilhelm Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira