Lagerbäck: Fullkomin byrjun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2012 21:57 Lars og félagar fyrir leik. mynd/vilhelm Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira