Lagerbäck: Fullkomin byrjun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2012 21:57 Lars og félagar fyrir leik. mynd/vilhelm Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti