Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2012 19:30 Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira