Fjölmiðlar greina frá því í dag að Inter sé búið að hefja viðræður við Portúgalann Andre Villas-Boas. Inter vill að hann taki við liðinu í sumar af Claudio Ranieri.
Villas-Boas var rekinn frá Chelsea síðasta sunnudag og Massimo Moratti, forseti Inter, sér Portúgalann fyrir sér sem framtíðarþjálfara félagsins.
Inter hefur verið í nokkru basli síðan Jose Mourinho yfirgaf félagið og stórir stjórar ekki náð liðinu á sama flug og Mourinho.
Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur einnig verið orðaður við starfið.

