Mikið breytt lið Man. Utd mátti sætta sig við að tapa á heimavelli gegn Cluj í kvöld. Það kom þó ekki að sök því United var búið að vinna sinn riðil.
"Það var undramark sem felldi okkur. Við áttum það ekki skilið því við vorum að skapa fullt af færum. Þegar maður fær samt svona mark á sig þá er ekki hægt að kvarta," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.
"Við vorum með ungt lið og mér fannst það standa sig vel á köflum. Völlurinn var frekar slappur út af frostinu en ég er samt sáttur við frammistöðuna.
"Við unnum riðilinn og komumst frekar þægilega áfram. Við vitum samt að alvöru mótið hefst í febrúar. Útsláttarkeppnin er stórkostleg."
Ferguson: Alvöru mótið hefst í febrúar

Mest lesið



„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne
Enski boltinn