Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 17:45 Petr Cech og Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern. „Ég hef allar þær upplýsingar sem ég þarf fyrir vítakeppnina en ég tel samt að úrslitin muni ráðast eftir 90 mínútur," sagði Petr Cech. „Ég hef horft á upptökur af leikjum Bayern og hef séð það sem ég þarf. Á endanum er þetta spurning um stað og stund og hvort að vítaskyttan er nógu andlega sterk til að halda ró og einbeitingu," sagði Cech. „Ef vítaskyttan heldur haus þá á markvörðurinn lítinn möguleika. Í vítakeppni verða markmenn að plata vítaskytturnar í að gera mistök," sagði Cech. „Ég var með nóg af upplýsingum um vítaskyttur Manchester United árið 2006 en við fengum þá 120 mínútur og vítakeppni til þess að vinna Meistaradeildarbikarinn. Við getum ekki breytt þeim úrslitum núna og það er ekki minn stíll að gráta eftir tapleiki. Við getum hinsvegar breytt nútíðinni og framtíðinni og nú fáum við annað tækifæri," sagði Cech. Cech fagnar þrítugsafmælinu sínu á sunnudaginn og það væri því alvöru afmælisgjöf fyrir hann að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum. „Ef ég fæ bikarinn þá þarf ég ekki köku," sagði Cech í léttum tón. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern. „Ég hef allar þær upplýsingar sem ég þarf fyrir vítakeppnina en ég tel samt að úrslitin muni ráðast eftir 90 mínútur," sagði Petr Cech. „Ég hef horft á upptökur af leikjum Bayern og hef séð það sem ég þarf. Á endanum er þetta spurning um stað og stund og hvort að vítaskyttan er nógu andlega sterk til að halda ró og einbeitingu," sagði Cech. „Ef vítaskyttan heldur haus þá á markvörðurinn lítinn möguleika. Í vítakeppni verða markmenn að plata vítaskytturnar í að gera mistök," sagði Cech. „Ég var með nóg af upplýsingum um vítaskyttur Manchester United árið 2006 en við fengum þá 120 mínútur og vítakeppni til þess að vinna Meistaradeildarbikarinn. Við getum ekki breytt þeim úrslitum núna og það er ekki minn stíll að gráta eftir tapleiki. Við getum hinsvegar breytt nútíðinni og framtíðinni og nú fáum við annað tækifæri," sagði Cech. Cech fagnar þrítugsafmælinu sínu á sunnudaginn og það væri því alvöru afmælisgjöf fyrir hann að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum. „Ef ég fæ bikarinn þá þarf ég ekki köku," sagði Cech í léttum tón.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira