Fótbolti

Afsökunarbeiðni Arons Einars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir á blaðamannafundi með Sepp Blatter fyrr í vikunni.
Geir á blaðamannafundi með Sepp Blatter fyrr í vikunni. Mynd/Anton
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina.

Aron Einar sagði við Fótbolta.net í gær að það væru mestmegnis glæpamenn í Albaníu, eins og lesa má nánar um hér.

Aron Einar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín.

Þess má geta að í útvarpsfréttum Rúv klukkan 15.00 kom fram að Geir hafi átt fund með formanni albanska knattspyrnusambandsins vegna málsins. Það hafi hins vegar ekki reynst rétt, eins og Geir skýrir frá hér.

„Ég, Aron Einar Gunnarsson, vil koma eftirfarandi á framfæri.

Mér urðu á mikil mistök í viðtali við fótbolta.net þar sem ég lét hafa eftir mér afar óviðeigandi og ósönn ummæli í eintómum kjánaskap. Ég hef enga afsökun og sé mjög eftir þessu.

Albanía og albanska þjóðin er rík af sögu og menningu og fyrir því á að bera virðingu. Vil ég hér með biðjast auðmjúklega afsökunar á þessum ummælum, sem eru ekki fyrirliða íslenska landsliðsins sæmandi.

Ég mun læra af þessari reynslu og gera betur í framtíðinni, fyrir Ísland og íslenska knattspyrnu.

Með vinsemd og virðingu,

Aron Einar Gunnarsson"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×