Lagerbäck: Góður baráttusigur | Vona að Aron hafi lært af mistökunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2012 22:45 Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, lofaði frammistöðu leikmanna íslenska liðsins eftir sigurinn gegn Albaníu ytra í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-1 sigri íslenska liðsins en hann fór fram við mjög erfiðar aðstæður. „Þetta var mjög erfiður leikur. Eftir að rigningin byrjaði var þetta bara spurning um að fá strákana til að berjast til síðasta manns. Það er erfitt að spila góðan fótbolta við þessar aðstæður en þeir börðust vel og héldu sínum stöðum, sem var afar mikilvægt," sagði Lagerbäck við Vísi í kvöld. Hann segist hafa brýnt fyrir sínum leikmönnum að taka enga áhættu við svo erfiðar aðstæður. „Ég sagði þeim að spila einfalt og taka enga áhættu, sérstaklega á okkar vallarhelmingi. Leikmenn þurftu að halda sínum stöðum því það var ómögulegt að reikna út hvert boltinn myndi fara. Þetta leystu strákarnir mjög vel," sagði Lagerbäck. Hann segir að fyrir fram hefði hann verið ánægður með að fá sex stig úr fyrstu þremur leikjunum. „Auðvitað hefði verið best að vera með níu stig en ég er ánægður. Við erum nú búnir með tvö lengstu ferðalögin í riðlinum og nú er um að gera fyrir okkur að safna kröftum og undirbúa liðið eins vel og kostur er fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn." Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, baðst fyrir leikinn afsökunar á ummælum sínum um albönsku þjóðina. „Allir geta gert mistök og leikmenn verða að bera ábyrgð á sínum gjörðu. Þetta var vissulega ekki vel orðað hjá honum. Ég ræddi við hann og hann sá mjög eftir orðum sínum og brást skjótt og vel við með því að senda frá sér afsökunarbeiðni. Hann gerði eins vel og hann gat úr aðstæðunum." Lagerbäck segir að það hafi ekki komið alvarlega til tals að taka hann úr íslenska liðinu vegna málsins. „Við ræddum þetta en niðurstaðan var að hann skyldi spila. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að leikmenn mínir læri að axla ábyrgð á gjörðum sínum innan vallar sem utan og mér fannst hann bregðast mjög vel við þessu óheppilega máli." Lagerbäck skipaði Aron Einar sem fyriliða íslenska landsliðsins áður en núverandi undankeppni hófst. „Við höfum ekki rætt um hvort að hann eigi að stíga til hliðar sem fyrirliði. Við munum taka því rólega í kvöld og takast svo á við þetta. En vonandi verður þetta til þess að Aron hafi lært af sínum mistökum og muni haga sér óaðfinnanlega í framtíðinni." Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið Ísland vann sögulegan sigur, 1-2, á Albaníu við fáranlegar aðstæður í Tírana í kvöld. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á Balkanskaganum. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sigurinn með algjöru gullmarki. Seinka varð seinni hálfleik vegna þrumuveðurs og völlurinn var á floti allan leikinn. 12. október 2012 13:22 Geir: Eins og að skora sjálfsmark fyrir leik "Við erum að reyna að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron Einar er hluti af því liði,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi nú síðdegis. 12. október 2012 16:25 Aron Einar biðst afsökunar Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net. 12. október 2012 13:15 Afsökunarbeiðni Arons Einars Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina. 12. október 2012 15:10 Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina? Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær. 12. október 2012 15:40 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, lofaði frammistöðu leikmanna íslenska liðsins eftir sigurinn gegn Albaníu ytra í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-1 sigri íslenska liðsins en hann fór fram við mjög erfiðar aðstæður. „Þetta var mjög erfiður leikur. Eftir að rigningin byrjaði var þetta bara spurning um að fá strákana til að berjast til síðasta manns. Það er erfitt að spila góðan fótbolta við þessar aðstæður en þeir börðust vel og héldu sínum stöðum, sem var afar mikilvægt," sagði Lagerbäck við Vísi í kvöld. Hann segist hafa brýnt fyrir sínum leikmönnum að taka enga áhættu við svo erfiðar aðstæður. „Ég sagði þeim að spila einfalt og taka enga áhættu, sérstaklega á okkar vallarhelmingi. Leikmenn þurftu að halda sínum stöðum því það var ómögulegt að reikna út hvert boltinn myndi fara. Þetta leystu strákarnir mjög vel," sagði Lagerbäck. Hann segir að fyrir fram hefði hann verið ánægður með að fá sex stig úr fyrstu þremur leikjunum. „Auðvitað hefði verið best að vera með níu stig en ég er ánægður. Við erum nú búnir með tvö lengstu ferðalögin í riðlinum og nú er um að gera fyrir okkur að safna kröftum og undirbúa liðið eins vel og kostur er fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn." Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, baðst fyrir leikinn afsökunar á ummælum sínum um albönsku þjóðina. „Allir geta gert mistök og leikmenn verða að bera ábyrgð á sínum gjörðu. Þetta var vissulega ekki vel orðað hjá honum. Ég ræddi við hann og hann sá mjög eftir orðum sínum og brást skjótt og vel við með því að senda frá sér afsökunarbeiðni. Hann gerði eins vel og hann gat úr aðstæðunum." Lagerbäck segir að það hafi ekki komið alvarlega til tals að taka hann úr íslenska liðinu vegna málsins. „Við ræddum þetta en niðurstaðan var að hann skyldi spila. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að leikmenn mínir læri að axla ábyrgð á gjörðum sínum innan vallar sem utan og mér fannst hann bregðast mjög vel við þessu óheppilega máli." Lagerbäck skipaði Aron Einar sem fyriliða íslenska landsliðsins áður en núverandi undankeppni hófst. „Við höfum ekki rætt um hvort að hann eigi að stíga til hliðar sem fyrirliði. Við munum taka því rólega í kvöld og takast svo á við þetta. En vonandi verður þetta til þess að Aron hafi lært af sínum mistökum og muni haga sér óaðfinnanlega í framtíðinni."
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið Ísland vann sögulegan sigur, 1-2, á Albaníu við fáranlegar aðstæður í Tírana í kvöld. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á Balkanskaganum. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sigurinn með algjöru gullmarki. Seinka varð seinni hálfleik vegna þrumuveðurs og völlurinn var á floti allan leikinn. 12. október 2012 13:22 Geir: Eins og að skora sjálfsmark fyrir leik "Við erum að reyna að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron Einar er hluti af því liði,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi nú síðdegis. 12. október 2012 16:25 Aron Einar biðst afsökunar Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net. 12. október 2012 13:15 Afsökunarbeiðni Arons Einars Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina. 12. október 2012 15:10 Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina? Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær. 12. október 2012 15:40 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið Ísland vann sögulegan sigur, 1-2, á Albaníu við fáranlegar aðstæður í Tírana í kvöld. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á Balkanskaganum. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sigurinn með algjöru gullmarki. Seinka varð seinni hálfleik vegna þrumuveðurs og völlurinn var á floti allan leikinn. 12. október 2012 13:22
Geir: Eins og að skora sjálfsmark fyrir leik "Við erum að reyna að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron Einar er hluti af því liði,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi nú síðdegis. 12. október 2012 16:25
Aron Einar biðst afsökunar Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net. 12. október 2012 13:15
Afsökunarbeiðni Arons Einars Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina. 12. október 2012 15:10
Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina? Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær. 12. október 2012 15:40