Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:59 Mynd/Nordic Photos/Getty Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira