Fótbolti

Kastaði sprengju í meiddan leikmann - myndband

Fastlega má búast við því að kýpverska liðið Omonia Nicosia fái heimaleikjabann eftir að stuðningsmenn félagsins voru næstum búnir að drepa leikmenn andstæðinganna.

Þegar verið var að huga að meiðslum leikmanns Anorthosis gerði einhver áhorfandi sér lítið fyrir og kastaði sprengju að meidda manninum og þeim sem voru að sinna honum.

Betur fór en á horfðist. Fresta varð leiknum í 10 mínútur vegna atviksins en síðan var leikurinn kláraður.

Sjá má þetta ótrúlega atvik hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×