Hinn 21 árs gamli Brasilíumaður Oscar er nýjasta hetja stuðningsmanna Chelsea eftir að hann skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni gegn Juventus í gær.
Þetta var fyrsti leikur Brasilíumannsins í byrjunarliði Chelsea og leikmaðurinn, sem keyptur var á 25 milljónir punda, nýtti heldur betur tækifærið.
"Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa byrjun hjá mér. Ég spilaði vel, skoraði falleg mörk og er afar hamingjusamari," sagði Oscar.

